Tónlistarárið hér heima var með eindæmum gott í fyrra og man
undirritaður vart annað eins. Svo virðist sem góðærið ætli að halda
áfram á nýju ári og hefst tónlistarárið 2013 byrjar með látum. Út er
komin plata sem ekki hefur farið mikið fyrir en mun eflaust vera á hvers
manns vörum áður en langt um líður. Plata þessi heitir Hymns og er með stórsveitinni Hymnalaya.
Á Hymns er öllu til tjaldað enda samanstendur hljómsveitin að
strengja-, lúðra- og áslattarsveit auk gítara, píanós, orgels og söngs.
Lögin á plötunni byggja á gömlum sálmum sem búið er að klæða í
nútímalegan búning (indie/folk/ambient) en einnig má vel greina áhrif
heims- og frumbyggjatónlistar.
Mar 9, 2013
blog comments powered by Disqus
Subscribe to:
Post Comments (Atom)